Sagan okkar
Hótel Blönduós er staðsett í gamla bænum á Blönduósi sem kunnugir segja einstakan sökum ósnortinnar götumyndar og hótelið nú óðum að taka á sig gullfallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum sem hótel og veitingastaður sem einnig opnar nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn. Tilkynnt var um eigendaskipti á hótelinu á síðasta ári þegar dótturfélag fjárfestingarfélagins InfoCapital festi kaup á hótelinu en stofnandi og stærsti eigandi InfoCapital er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson.
Gamli bærinn
Gamli bærinn á Blönduósi stendur við Húnafjörð og þar standa ennþá mörg af upprunulegum húsum sem byggð voru þegar bæjarlífið stóð í blóma á árum áður. Hillebrandshús sem er eitt elsta timburhús á Ísland var reist árið 1877 en áður hafði það staðið á Skagaströnd í 130 ár.
Sýslumannshúsið
Sýslumannshúsið var upprunalega byggt á árinu 1900 og þar bjó Gísli Ísleifsson (1897-1912), sýslumaður til ársins 1913 en þá flutti hann frá Blönduósi. Útliti hússins hefur verið gjörbreytt og hafa viðbyggingar bæst við húsið, árið 1943 og svo árið 1960. Eftir að núverandi eigendur Hótels Blönduóss tóku við var sá hluti Sýslumannshúsins sem sýnilegur er tekinn í gegn og er það mikil lyftistöng fyrir Gamla bæinn. Frá Sýslumannshúsinu er gott útsýni yfir haf og land.
Þá...
...og nú
Þá...
...og nú
Spurt og svarað
Hótelið hefur upp á allt að bjóða fyrir ógleymanlega ferð, allt frá fallegum herbergjum með þægilegum rúmum til dýrindis máltíðar á veitingastað hótelsins, Sýslumanninum.
Innritun: 15:00-22:30
Útritun: 11:00
Öll helstu greiðslukort og reiðufé
Gestir geta bókað þeim að kostnaðarlausu þar til 48 tímum fyrir komu og tilkynningar þess efnis þurfa að berast á netfangið reservations@hotelblonduos.is eða ef bókað er í gegnum bókunarsíður þá er sá möguleiki oft fyrir hendi án viðkomu hótelsins.
Ef tilkynning um það berst innan 48 tíma fyrir komu þá verður fyrsta nóttin gjaldfærð.
Ef gestur mætir ekki án þess að tilkynna það fyrir komu áskilur hótelið sér að innheimta staðfestingargjald af heildarupphæðinni.