AA-húsið

AA-húsið

AA-húsið

AA-húsið við Blöndubyggð 1 í gamla bænum á Blönduósi var byggt um 1925. Húsið var stækkað 1933 og var þar verslun Kristins Magnússonar. Kaupfélag Húnvetninga opnaði þar útibú árið 1944. Var þá Kristins Magnússon útibússtjóri. AA samtökin fá húsið skömmu fyrir síðustu aldamót og er það þá mikið endurbætt. Í dag er AA-húsið svokallaða partur af Hótel Blönduósi. Búið er að taka húsið allt í gegn og kláruðust endurbætur vorið 2025. Í húsinu eru tvær luxus íbúðir, önnur með eldhúsi, báðar með sér inngangi, baðherbergi, svefnherbergi og sér palli.
Hægt er að opna á milli íbúðanna og leigja allt húsið sem eitt.

Einstakt útsýni er frá báðum íbúðum, en húsið stendur við ósa Blöndu við sandfjöruna í gamla bænum á Blönduósi. Íbúðirnar eru hvor um sig með tveggja manna herbergjum.

Gamli bærinn, ný þægindi.

Spurt og svarað

Hótelið hefur upp á allt að bjóða fyrir ógleymanlega ferð, allt frá fallegum herbergjum með þægilegum rúmum til dýrindis máltíðar á veitingastað hótelsins, Sýslumanninum.

Innritun: 15:00-23:00
Útritun: 11:00

Öll helstu greiðslukort og reiðufé, en tökum þó ekki við American Express

Gestir geta bókað þeim að kostnaðarlausu þar til 48 tímum fyrir komu og tilkynningar þess efnis þurfa að berast á netfangið reservations@hotelblonduos.is eða ef bókað er í gegnum bókunarsíður þá er sá möguleiki oft fyrir hendi án viðkomu hótelsins.
Ef tilkynning um það berst innan 48 tíma fyrir komu þá verður fyrsta nóttin gjaldfærð.
Ef gestur mætir ekki án þess að tilkynna það fyrir komu áskilur hótelið sér að innheimta staðfestingargjald af heildarupphæðinni.