Prjónakaffi – sælkeraverslun í Gamla bænum á Blönduósi

Apótekarastofan sem er í raun hluti af Hótel Blönduósi, verður í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apotek sýslunnar til húsa áður fyrr.

Við bjóðum upp á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.

Við munum einnig verða með ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega  handunna dúka.

Við leggjum áherslu á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.

Von okkar er að takist að skapa heimilislegt andrúmsloft og að gestum okkar líði vel. Við ætlum að bjóða upp á prjónasamverur, tónleika og ýmislegt fleira.

Nánari upplýsingar

Húsráðandi: Ingunn Gísladóttir
ingunn(hjá)hotelblonduos.is
apotekarastofan(hjá)hotelblonduos.is

Opnunartími

11:00-18:00