23. febrúar

Ari Eldjárn og Bergur Ebbi í Krúttinu

23. febrúar

Ari Eldjárn og Bergur Ebbi í Krúttinu

Ari Eldjárn og Bergur Ebbi verða með uppistand í Krúttinu föstudaginn 23. febrúar kl. 21:00.

Þeir Ari Eldjárn og Bergur Ebbi komu fram sem stormsveipir árið 2009 og lögðu ásamt félögum sínum í Mið-Ísland hópnum grunn að þeirri uppistandmenningu sem við þekkjum á Íslandi í dag. Þeir hafa verið iðnir við kolann og komið fram sleitulaust með uppistand í hálfan annan áratug bæði hérlendis sem erlendis. Þeir koma nú fram á sama kvöldinu með uppistandsefni sitt á skemmtilegri sýningu sem höfðað getur til allra aldurshópa.

Tryggið ykkur miða hér.

Einnig er hægt að bóka gistingu, mat og miða á uppistand með þeim félögum með því að velja 23. febrúar á bókunarsíðu hótelsins og velja Standard tveggja manna herbergi eða Standard twin herbergi. Bókaðu núna!