Pétursborg

Pétursborg

Pétursborg

Pétursborgin er næst elsta byggða hús á Blönduósi en húsið var byggt árið 1878. Sumarið 2024 voru kláraðar alsherjar endurbætur á húsinu og útbúnar fimm lúxus íbúðir, allar innréttingar í íbúðunum endurspegla tíðaranda þess tíma. Minnsta íbúðin er 42,5 fm en sú stæðsta er 63,5

Gamli bæjarkjarninn á Blönduósi er einn sá merkilegasti á landinu, og stendur óhreyfður frá fyrstu byggð. Útsýni úr öllum íbúðum er einstakt, en húsið stendur við fjöruna í Húnaflóa til norðurs og við ósa Blöndu til austurs. Útsýni er út á Atlandshafið og er kvöldsólinn einstök síðsumars.

Allar ibúðirnar eru búnar; svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, og eldhúskróki. Allar með sér inngangi og svölum. Íbúðirnar hýsa 2 -5 manns eftir stærð.

Gefðu þér og þínum minningu sem endist að eilífu.

Spurt og svarað

Hótelið hefur upp á allt að bjóða fyrir ógleymanlega ferð, allt frá fallegum herbergjum með þægilegum rúmum til dýrindis máltíðar á veitingastað hótelsins, Sýslumanninum.

Innritun: 15:00-23:00
Útritun: 11:00

Öll helstu greiðslukort og reiðufé, en tökum þó ekki við American Express

Gestir geta bókað þeim að kostnaðarlausu þar til 48 tímum fyrir komu og tilkynningar þess efnis þurfa að berast á netfangið reservations@hotelblonduos.is eða ef bókað er í gegnum bókunarsíður þá er sá möguleiki oft fyrir hendi án viðkomu hótelsins.
Ef tilkynning um það berst innan 48 tíma fyrir komu þá verður fyrsta nóttin gjaldfærð.
Ef gestur mætir ekki án þess að tilkynna það fyrir komu áskilur hótelið sér að innheimta staðfestingargjald af heildarupphæðinni.