Viðburðir

23.
FEB

Ari Eldjárn og Bergur Ebbi verða með uppistand í Krúttinu....

17.
FEB

Bjartar sveiflur halda uppi stuðinu í Krúttinu laugardaginn 17. febrúar.....

12.
JAN

Heilsuhelgi við endurnærandi aðstæður í kyrrðinni í gamla bænum á....

Náttúra, saga & kyrrð

Hótel Blönduós er staðsett í gamla bænum á Blönduósi sem kunnugir segja einstakan sökum ósnortinnar götumyndar og hótelið nú óðum að taka á sig gullfallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum sem hótel og veitingastaður sem einnig opnar nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn.

Hótelið býður upp á 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann. 

Tilkomumikil náttúrufegurð